Tómatsúpa

Tómatsúpa

tomatsupaVirkilega góð tómatsúpa með miklu kóríanderbragði, algjört nammi. Mæli með að hver og einn prófi þessa, maður fær ekki leið á því að borða hollt ef þessi er reglulega í matinn.. 🙂

Tómatsúpa með kóríander

 • 2 hvítlauksrif
 • 1 rauðlaukur
 • 1/2 lt vatn
 • 1 grænmetisteningur
 • 2/3 papríka (eða 1 paprík)
 • 3 tómatar
 • 1 dós niðursoðnir tómatar (sykurlaust)
 • 1 tsk tamari sósa (má sleppa)
 • 1 tsk engifer
 • 1 msk papríkukrydd
 • 15 gr. kóríander

hvítlaukur og smátt saxaður rauðlaukur steikt uppúr smá olíu í potti.
Vatni og grænmetisteningi skellt útí.
Papríka skorin í smáa bita og bætt útí. Tómatar og tómatar úr dós sett saman í matvinnsluvél eða undir töfrasprota og mixað saman og því bætt útí pottinn.
Kryddum og söxuðum kóríander bætt útí og látið malla í smá stund.

Borðað með bestu lyst! Algjört nammi og fær margar stjörnur hjá okkur þessi :o)

Heilshugar á Facebook

The following two tabs change content below.

Guðrún Sturlaugsd.

www.facebook.com/heilshugar

Latest posts by Guðrún Sturlaugsd. (see all)

Y

Related Posts

Þunnbotna Pizza

Þunnbotna Pizza

Pizza Við gerum oftar en ekki pizzu á þessu heimili.. Við kynntumst nú einu sinni á pizzastað þannig að það á vel við…. Við vorum einu sinni húkked á pizzunum úr heilsubókinni frá Hagkaup, eða grænum kosti held ég hún heiti, þetta er okkar útfærsla […]

Papríku- og kartöflusúpa með kókoskeim

Papríku- og kartöflusúpa með kókoskeim

Erum að malla þessa gómsætu súpu, fengum uppskriftina úr Happ Happ Húrra og mælum eindregið með þessari súpu, geggjað góð :o) Papríku- og kartöflusúpa með kókoskeim 2 1/2 msk ólívuolía 1 laukur saxaður 1 sæt kartafla skorin í bita 1 rautt chili, saxað 1 msk […]