Indverskur bauna- og grænmetisréttur

Indverskur bauna- og grænmetisréttur

kjúklingaretturFengum þessa girnilegu uppskrift senda frá Heilshugar vini. Virkilega girnileg og flott uppskrift. Eitthvað sem vert er að prófa, ekki skemmir að hún er holl og góð og frekar ódýr þar sem hún notar kjúklingabaunir sem próteingjafa í stað kjúklings. En auðvitað má breyta uppskriftinni og nota kjúkling í staðin ef vill. Takk fyrir uppskriftina Linda.

 • 3 msk lífræn sólblómaolía
 • 2 laukar skornir i þunna strimla
 • 1 vænn engiferbiti, afhýddur og saxaður niður í afar smáa bita
 • 2 tsk sesamfræ
 • 1 tsk kóríanderduft
 • 1 tsk broddkúmen (cumin)
 • 2 hvítlauksgeirar, kreistir út í laukinn
 • 2 kardimommur (fræin tekin úr skelinni og sett saman við laukinn)
 • 1 stk ferskt chlli fræhreinsað og saxað saman við laukinn 
 • Blómkál og brokkolí eftir smekk
 • 1 dós kókosmjólk
 • 2 msk af tómatsósu
 • 1 dós af kjúklingabaunum eða, ef þið sjóðið sjálf baunirnar, 250 gr af soðnum baunum.
 • Ferskur kóríander eftir smekk
 • Saltverk salt eftir smekk
 • Skreytið réttinn með kókósflögum og ferskum kóríander.

Það er dásemd að borða nýbakað maísbrauð með þessum rétti.

Aðferð
Byrjið á þvi að steikja laukinn í olíunni við lágan hita. Þegar laukurinn er orðin mjúkur á að setja öll kryddin saman við nema kóríanderinn. Blómkálið og brokkolíið skorið niður í bita og sett útá pönnuna. Þá er kókosmjólkinni og tómatsósunni bætt við. Þá eru kjúklingabaunirnar settar saman við og ferskur kóríander. Hrærið vel. Slökkvið á hellunni, setjið lokið á og látið standa í smá stund áður en rétturinn er borðaður. Þá er rétturinn skreyttur með kókósflögunum og enn meiri kóríander, ef hann er í uppáhaldi. Það er líka gott að setja steinselju saman við því hún er ekki jafn bragðmikil og kóríanderinn.

The following two tabs change content below.
Guðrún Sturlaugs.
Guðrún hefur mikla ástríðu fyrir hollum og góðum mat. Hún hefur haldið úti facebook síðunni Heilshugar síðan 2012 og um mitt ár fór hún að þróa vörur undir merkjum Heilshugar.
Guðrún Sturlaugs.

Latest posts by Guðrún Sturlaugs. (see all)

Y

Related Posts

Þunnbotna Pizza

Þunnbotna Pizza

Pizza Við gerum oftar en ekki pizzu á þessu heimili.. Við kynntumst nú einu sinni á pizzastað þannig að það á vel við…. Við vorum einu sinni húkked á pizzunum úr heilsubókinni frá Hagkaup, eða grænum kosti held ég hún heiti, þetta er okkar útfærsla […]

Papríku- og kartöflusúpa með kókoskeim

Papríku- og kartöflusúpa með kókoskeim

Erum að malla þessa gómsætu súpu, fengum uppskriftina úr Happ Happ Húrra og mælum eindregið með þessari súpu, geggjað góð :o) Papríku- og kartöflusúpa með kókoskeim 2 1/2 msk ólívuolía 1 laukur saxaður 1 sæt kartafla skorin í bita 1 rautt chili, saxað 1 msk […]