Heimalagað múslí

Heimalagað múslí

Það er ekki vitlaust að útbúa sitt eigið múslí og vera þannig 100% meðvitaður um innihaldið. Það leynist oftar en ekki sykur í múslí en þetta er algjörlega laust við allan viðbættan sykur. Það kom mér líka mjög á óvart hvað þetta er einfalt og fjótlegt að gera. Virkilega góður og næringaríkur morgunmatur með smá mjólk útá.

LITIDMUSLIC

Uppskrift:

  • 1 1/2 bolli haframjöl
  • 2 msk sólblómafræ
  • 2 msk graskersfræ
  • 2 msk möndlur
  • 3 tsk kanill
  • 2 msk kókosflögur
  • slatti af rúsínum
  • ca 1/2-1 bolli ananassafi (ég notaði 3/4 úr bolla) – passið að safinn sé án viðbætts sykurs.

Öllu þurrefni nema kókosflögum og rúsínum blandað saman í skál. 1/2 bolla af ananassafa blandað saman við og síðan meira eftir þörum en ég notaði 3/4 úr bolla.

LITIDMUSLIBBlandan er hrærð vel saman og síðan dreift úr henni á plötu með smjörpappír. Gott að dreifa vel úr henni þannig að hún bakist jafnt. Bakað við 180-200°c í ca 15-20 mínútur. En það er mikilvægt að fylgjast vel veð blöndunni og taka út þegar blandan er orðin stökk.

Látið kólna og blandið rúsínum og kókosflögum saman við og setjið í lokað ílát.

Heilshugar á Facebook

LITIDMUSLIA

The following two tabs change content below.
Guðrún Sturlaugs.
Guðrún hefur mikla ástríðu fyrir hollum og góðum mat. Hún hefur haldið úti facebook síðunni Heilshugar síðan 2012 og um mitt ár fór hún að þróa vörur undir merkjum Heilshugar.
Guðrún Sturlaugs.

Latest posts by Guðrún Sturlaugs. (see all)

Y

Related Posts

Grænn og súpervænn

Grænn og súpervænn

Gerði mér þennan góða drykk í morgunsárið. Alveg kjörið eftir langa fríhelgi þar sem mataræðið var upp og ofan og líðanin eftir því. Manni líður svo lang best eftir svona frískandi drykk, mæli með því að þið prófið að blanda ykkur drykki af og til […]

Sumarlegt ávaxtasalat – tilvalið fyrir börn og fullorðna…

Sumarlegt ávaxtasalat – tilvalið fyrir börn og fullorðna…

Eftir leikskóla í dag fórum við í búðina og hver og einn fékk að velja eina ávaxtategund til að setja í ávaxtasalatið. Þetta er í fyrsta skiptið sem við kaupum fersk hindber, en Vaka vildi endilega prófa þau. Við erum alltaf dugleg að gera ávaxtasalat […]