Blómkáls “kúskús” – frábært meðlæti

Blómkáls “kúskús” – frábært meðlæti

blómkáls-grjónÞetta meðlæti er ‘gefins’ og kemur í staðin fyrir kolvetnaríkt kúskús eða grjón. Okkur fannst þetta ótrúlega vel heppnað og gott með t.d. kjúkling eða fisk osfr.

  • Blómkál
  • Grænmetiskraftur

Blómkál sett í matvinnsluvél og tætt niður í örfín “korn”. Það má ekki setja vatn með svo það maukist ekki, heldur á þetta að verða kornótt og því er mikilvægt að blómkálið sé ekki blautt.

Sjóðið vatn í potti og setjið mulninginn útí vatnið og sjóðið í nokkrar mínútur. Takið úr og sigtið vatnið frá og kryddið með teskeið af grænmetiskrafti. Smakkið til og kryddið að vild. Hægt að setja smá Saltverk salt og pipar ef vill eða hvað sem er.

Þess má geta að í 100 grömmum af blómkáli eru aðeins um 25 hitaeiningar.

Heilshugar á Facebook

The following two tabs change content below.
Guðrún Sturlaugs.
Guðrún hefur mikla ástríðu fyrir hollum og góðum mat. Hún hefur haldið úti facebook síðunni Heilshugar síðan 2012 og um mitt ár fór hún að þróa vörur undir merkjum Heilshugar.
Guðrún Sturlaugs.

Latest posts by Guðrún Sturlaugs. (see all)

Y