Eplaskífur – hollar og góðar!

Eplaskífur – hollar og góðar!

eplaskifurÞessar eplaskífur heppnuðust þrusu vel og voru allir sáttir og sælir eftir þessa veislu. Þessi uppskrift er mjög holl og alveg sykurlaus. Við notum ekkert hveiti heldur einungis haframjöl sem er mulið niður. Algjör snilld. Mæli með að allir prófi þessar, ef þú átt ekki eplaskífupönnu þá má alveg gera skonsur úr þessari uppskrift á venjulegri pönnu.

Uppskrift – þessi gerði 21 eplaskífur og væru þá örugglega 10-15 skonsur. Frekar stór uppskrift

  • eplaskifur22 bollar haframjöl
  • 1 bolli soðið vatn
  • 3 egg
  • 1/2 bolli eplamauk (velja sykurlaust)
  • vanilludropar
  • salt
  • 1/2-1 dl létt mjólk eða annar vökvi

Haframjöl mulið og blandað við soðið vatn.  Eggjum og eplamauki, vanilludropi og salti blandað saman og svo blandað útí hafrablönduna. Gott er að þynna út deigið með mjólk eða öðrum vökva.

Hitið eplaskífupönnuna á meðalhita og spreyjið smá olíu á pönnuna. Hellið mátulega miklu í hvert hólf (barmafullt). Látið steikjast í nokkrar mínútur og snúið, mér finnst best að nota gaffal til að snúa.

Meðlæti: sykurlaus sulta, t.d. jarðaberja. Grýsk jógúrt með smá sætuefni og vanilludropum. Svo er gott að sáldra pinku lítið af t.d. Stevia sætuefni, bara svona til að fá flórsykur fílinginn….

Heilshugar á Facebook

freyja_1

The following two tabs change content below.
Guðrún Sturlaugs.
Guðrún hefur mikla ástríðu fyrir hollum og góðum mat. Hún hefur haldið úti facebook síðunni Heilshugar síðan 2012 og um mitt ár fór hún að þróa vörur undir merkjum Heilshugar.
Guðrún Sturlaugs.

Latest posts by Guðrún Sturlaugs. (see all)

Y

Related Posts

Grænn og súpervænn

Grænn og súpervænn

Gerði mér þennan góða drykk í morgunsárið. Alveg kjörið eftir langa fríhelgi þar sem mataræðið var upp og ofan og líðanin eftir því. Manni líður svo lang best eftir svona frískandi drykk, mæli með því að þið prófið að blanda ykkur drykki af og til […]

Ljúffengar jólasmákökur með súkkulaði

Ljúffengar jólasmákökur með súkkulaði

Ljúffengar jólasmákökur með súkkulaði (u.þ.b. 20 stk) 2 stórir gróft saxaðir bananar (ég var með 250 g án hýðis) 100 g döðlur (döðlumauk) 250 g graskersmauk (eða eplamauk) 200 g haframjöl 1/2 bolli olía 50 g gróft saxaðar möndlur 2 tsk kanill 2 tsk lyftiduft […]