Virkilega góð döðluterta. Flott í veisluna

Virkilega góð döðluterta. Flott í veisluna

heilsuter

Þessa köku gerðum við í tilefni afmælis Vöku, við héldum litla afmælisveislu fyrir hana nokkrum dögum áður en hún átti afmæli en afi hennar var að fara til útlanda og því langaði okkur að hafa smá extra afmæliskaffi. Hún var svo svakalega ánægð með hana að þessi verður gerð aftur í aðal afmælisveislunni. Ekki nokkur spurning, jafnvel í kisufromi, því hana langar í kisuköku..

Grunninn að þessari uppskrift fékk ég á Cafe Sigrún sem margir kannast örugglega við, enda er hún dugleg að koma með hugmyndir að flottum og hollum uppskriftum. Mæli með því að allir skoði síðuna hennar.

2 Botnar: 

 • 250 gr döðlur
 • 200-300 ml eplasafi
 • 50 gr pekanhnetur
 • 100 gr heslihnetur
 • 250 gr möndlur
 • 2 tsk kanill
 • 1 tsk salt
 • 2 vel þroskaðir bananar
 • 100 gr kókosmjöl
 • 2 tsk lyftiduft
 • 200 gr eplamauk (velja sykurlaust)
 • 2 msk kókosolía
 • Ferskir ávextir að eigin vali (við notuðum jarðarber og banana)


tertusneidKrem á milli:

 • 1 dós kókosmjólk
 • 1 lítil dós ananas í dós

Athugið: Það má alveg sleppa kreminu ef vill. Kakan verður alveg ljúffeng án þess, en okkur fannst það gefa skemmtilegt bragð 🙂

Krem ofan á:

 • 1/2 plata 70% súkkulaði (má sleppa, eða velja sykurlaust eða hvað sem er)
 • 1-2 msk kókosolía

Aðferð: 

Sjóðið döðlurnar uppúr uþb. 200 ml af eplasafa í 10-15 mínútur. Setjið möndlur og hnetur í matvinnsluvél og tætið vel niður (án þess að þær verði að fínu dufti). Setjið í skál.

Maukið döðlurnar í matvinnsluvélinni ásamt safanum, ef þarf þá er hægt að bæta aðeins við eplasafa eða vatni ef þarf. Setjið saman við möndlurnar.

Stappið bananana og bætið þeim og salti, kókosmjöli, kanil, olíu og lyftidufti saman við í skálina.

Klæðið 2 form, sem eru uþb. 24 cm, að innan með bökunarpappír. Skiptið deiginu í tvennt og þrýstið ofan í formin.

Bakið botnana við uþb. 180°c í 20 mínútur. Ég notaði blástur og bakaði báða botnana í einu og þeir voru þá líklega í ca 25 mínútur inní ofni.

Krem á milli:
Á meðan kakan er í ofninum er sniðugt að undirbúa kremið á milli og ofan á. Opnaðu kókosdósina og heltu öllum vökva frá kókosrjómanum. Tættu ananasinn smátt (t.d. með töfrasprota, eða saxa örsmátt með hníf) og blandið við kókosrjómann. Passið að taka sem mest af vökva af ananasinum. Þeytið kókosrjómann með þeytara. Athugið: Það má alveg sleppa kreminu ef vill. Kakan verður alveg ljúffeng án þess, en okkur fannst það gefa skemmtilegt bragð 🙂

Krem ofan á:
Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði (hitið vatn í potti, setjið disk ofan á með súkkulaðibitum og látið bráðna, hrærið í með gaffli). Bætið 1-2 msk af kókosolíu saman við og hrærið í.

Skerið nú hálfan banana og nokkur jarðaber í sneiðar til að raða á milli kökunnar.

Kakan að verða tilbúin:
Þegar kakan er komin úr ofninum, setjið annan botninn yfir á kökudisk. Stingið svo báða botnana með litlum, beittum hnífi og smyrjið barnamatnum strax yfir í þykku lagi.

Leyfið botnunum að kólna helst í klukkutíma (ég hafði eiginlega engan tíma og fékk hún að kólna í kannski korter, en það gekk alveg.)

Smyrjið kókosrjómanum ofan á neðri botninn. Raðið bönunum og jarðaberjum ofan og lokið með því að snúa seinni botninum ofan á ávextina (eplamaukið vísar þá niður).

Smyrjið súkkulaðikreminu ofan á kökuna og skreytið með jarðberjum, bönunum og kókosflögum.

Hugmyndina að botnunum á þessari köku fékk ég hjá hér: http://cafesigrun.com/afmaelisdodluterta

Njótið vel! 🙂

 

 

 

The following two tabs change content below.
Guðrún Sturlaugs.
Guðrún hefur mikla ástríðu fyrir hollum og góðum mat. Hún hefur haldið úti facebook síðunni Heilshugar síðan 2012 og um mitt ár fór hún að þróa vörur undir merkjum Heilshugar.
Guðrún Sturlaugs.

Latest posts by Guðrún Sturlaugs. (see all)

Y

Related Posts

Prinsessukaka

Prinsessukaka

Guðrún plataði mig til þess að búa til holla prinsessuköku með fullt af ávöxtum fyrir prinsessuafmæli hjá Vöku. Ég var búin að skoða endalaust af fallegum kökum á Pinterest en allar fullar af sykri og hveiti. Ein góð vinkona gaf mér þessa frábæru hugmynd að gera hana einungis […]

Brownies – með próteini

Brownies – með próteini

http://www.youtube.com/watch?v=oywbadOk7i8&list=UUb9ageBPhZYNBU93tnjs-QA Þessar súkkulaðikaka lítur ansi vel út, ætla að prófa þær sem millimál fyrir næstu viku. Uppskrift að uþb. 4 bitum af brownies 1 bolli heilhveiti 2 skeiðar Nutramino Whey súkkulaði prótein (eða annað bragð). 1 bolli eplamauk (sykurlaust) 4 msk sætuefni (ekki dropar, heldur […]