Chia grautur með bláberjum og kanil

Chia grautur með bláberjum og kanil

chiafræChia fræ eru stútfull af hollustu. Fullt af próteinum, og trefjum. Við notum þau iðulega ég set þau alltaf í hafragrautinn til að gera hann próteinríkari og Tjörvi tekur með sér lítið box í vinnuna með chiafræjum til að eiga alltaf útí hafragrautinn sem hann borðar þar. Í dag bjó ég mér til Chia-graut, en þegar chia fræ hafa legið í bleyti minna þau mig á sagógrjón. Þessi grautur var heldur betur góður og ekkert smá gott að bæta útí hann frosnum bláberjum. Ég hef líka smakkað hann svipaðan með rifnu epli útá og það var líka rosalega gott. Ég kem örugglega með uppskrift af þannig síðar.

Chia grautur – Uppskrift fyrir einn:

  • chia2 msk chia fræ t.d. ChiaBia
  • 2 msk létt mjólk eða vatn
  • 1/2 bolli frosin bláber
  • 1 tsk kanill

Aðferð:
Látið chia-fræin liggja í bleyti í uþb. 10 mínútur (eða yfir nóttu). Þau eiga að bólgna út. Bætið við þau ca 2 msk af léttri mjólk, eða vatni. Hitið bláberin í potti eða örbylgju (má líka setja köld útá, en þá er grauturinn svolítið ískaldur). Stráið 1 tsk af kanil yfir og hrærið öllu saman.

Njótið!

The following two tabs change content below.
Guðrún Sturlaugs.
Guðrún hefur mikla ástríðu fyrir hollum og góðum mat. Hún hefur haldið úti facebook síðunni Heilshugar síðan 2012 og um mitt ár fór hún að þróa vörur undir merkjum Heilshugar.
Guðrún Sturlaugs.

Latest posts by Guðrún Sturlaugs. (see all)

Y

Related Posts

Grænn og súpervænn

Grænn og súpervænn

Gerði mér þennan góða drykk í morgunsárið. Alveg kjörið eftir langa fríhelgi þar sem mataræðið var upp og ofan og líðanin eftir því. Manni líður svo lang best eftir svona frískandi drykk, mæli með því að þið prófið að blanda ykkur drykki af og til […]

Heimalagað múslí

Heimalagað múslí

Það er ekki vitlaust að útbúa sitt eigið múslí og vera þannig 100% meðvitaður um innihaldið. Það leynist oftar en ekki sykur í múslí en þetta er algjörlega laust við allan viðbættan sykur. Það kom mér líka mjög á óvart hvað þetta er einfalt og […]