Hollt og gott bananabrauð

Hollt og gott bananabrauð

bananabraud

Þetta bananabrauð var virkilega gott, við buðum uppá það í afmælisveislu og bárum það fram með súkkulaði möndlusmjöri sem við gerðum sjálf (uppskrift kemur inná síðuna innan tíðar). Það kláraðist allt upp til agna og ekki spillir að það er án viðbætts sykurs.

Uppskrift að einu brauði:

  • 2 þroskaðir bananar
  • 2 egg
  • 1 dolla sýrður rjómi (5%) (má líka nota hreina sykurlausa jógúrt, uþb. 130-150 gr)
  • 1/4 bolli olía
  • 1 bolli döðlur
  • 1/2 tsk vanilludropar
  • 1 1/2 bolli heilhveiti
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk matarsódi

Ég blandaði þetta allt í blandaranum mínum (ég er með Blendtec og fékk hugmyndina að uppskriftinni úr uppskriftarbók sem fylgdi). Fyrst setti ég banana, egg, sýrðan rjóma, vanilludropa og heilhveiti og mixaði vel saman. Síðan setti ég þurrefnin samanvið og bara rétt blandaði stutt með því að kveikja og slökkva snöggt á blandaranum (pulse). En það má líka gera þetta í skál, hræra saman fyrstu 6 hráefnin og síðan bæta þurrefnum við. Þekjið form með smjörpappír eða smyrjið með olíu eða spreyjið olíu á formið og bakið í ca 50 mínútur við 170°c

bananabraud2

The following two tabs change content below.
Guðrún Sturlaugs.
Guðrún hefur mikla ástríðu fyrir hollum og góðum mat. Hún hefur haldið úti facebook síðunni Heilshugar síðan 2012 og um mitt ár fór hún að þróa vörur undir merkjum Heilshugar.
Guðrún Sturlaugs.

Latest posts by Guðrún Sturlaugs. (see all)

Y

Related Posts

Orkubrauðbollur með súpunni

Orkubrauðbollur með súpunni

Þessar brauðbollur eru án hveitis og örugglega hægt að gera glúteinfríar með því að kaupa glútenfrítt mjöl, þær eru ótrúlega ljúffengar og orkumiklar. Dýrindis brauðbollur – uppskriftin gerir 8 litlar bollur. 30 g möndlumjöl 30 g haframjöl 30 g hveitikím 20 g mulið hörfræ 1 […]

Döðlubrauð

Döðlubrauð

Mig langaði að baka eitthvað gómsætt fyrir stelpurnar mínar til að eiga þegar þær kæmu heim úr leikskólanum. Það kom virkilega á óvart, ótrúlega gott brauð! Þegar ég nota bolla, þá er það 250 ml mál sem ég miða við.. Ef þú átt t.d. glas […]