Afmælisveisla – góð ráð að hollari afmælisveislu

Afmælisveisla – góð ráð að hollari afmælisveislu

vakaFreyja Dís í afmæli hjá systur sinni

Afmælisveisla – góð ráð að hollari afmælisveislu
Það eru margir sem spyrja okkur hvernig við höldum uppá afmæli. Þegar við héldum afmæli fyrir 2-3 árum og fyrir það (2010 og fyrr) var svotil allt á boðstólnum mjög óhollt. Í dag höfum við breytt þessu eins og öðru. Við eigum ekki hvítan sykur, venjulegt hveiti og annað slíkt á heimilinu og því er ekki í boði að baka þessar hefðbundnu kökur. Það er þó ekkert bannað og það sem við gerum, frekar en að kaupa sykur og hveiti til að baka er að fara í bakarí eða búð og kaupa 1 köku og skreyta með nammi og svo þegar afmælið er búið þá er afgangnum hent. Við bjóðum líka svotil alltaf uppá ávexti og kaupum aldrei sykrað gos.

Í dag héldum við uppá fimm ára afmæli Vöku Sifjar og við höfum aldrei boðið uppá hollari veitingar. Við ákváðum að sleppa því að vera með keypta afmælisköku þar sem Vaka hafði óskað eftir því að fá döðlukökuna sem við bökuðum síðustu helgi svo að það var engin ástæða til að vaða útí búð og kaupa óhollari köku þegar barnið var sátt við betri kost.

Döðlukaka: 
Við bökuðum því tvær slíkar kökur. Það er þessi uppskrift: http://heilshugar.com/?p=1311  en við settum botnana á sitthvorn kökudiskinn og skreyttum tvær einnar hæðar kökur í stað tveggja hæða og slepptum því kreminu á milli.

dodluterta

Bananabrauð:
Einnig buðum við uppá sykurlaust bananabrauð sem var virkilega ljúffengt og gott og uppskriftina má finna hér: http://heilshugar.com/?p=1390.

bananabraud2

Súkkulaði-möndlusmjör:
Með bananabrauðinu höfðum við súkkulaði-möndlusmjör. Það var svo óhemju gott. Hér er uppskrift að því: http://heilshugar.com/?p=1412. Ég er með blandara frá Blendtec og hann ræður mjög vel við möndlusmjör, ég veit ekki hvernig venjulegir blandarar höndla þetta, en það er möguleiki að gera svona með því að kaupa tilbúið möndlusmjör og blanda við það xylitol og kakódufti. Þetta var klárlega algjört nammi og minnti mig á súkkulaði-smjör sem maður setti á brauð í gamla daga…. En athugið, það er mjög hitaeiningaríkt, uþb. 200 hitaeiningar í 30 grömmum. Því er best að njóta þess í góðu hófi.

súkkulaðimöndlusmjorHeitur réttur
Að endingu settum við saman tvö föt af heitum rétti, við gerðum hann með því að skera niður skinku, ananas, aspas og sveppi og það hitað í potti ásamt tveimur dollum af léttum smurosti, kryddað að vild (salt, papríkukrydd og pipar t.d.). Einn poki af heilhveiti brauði rifið niður (ágætt að sleppa skorpunni). Allt blandað saman og sett í fat. Ofan á setjum við smá kotasælu, rifin ost og papríkukrydd. Inní ofn í 20 mínútur eða svo. Tókum ekki mynd af þessum rétt, en þetta er bara ein hugmynd, það er mjög auðvelt að gera hollari útgáfu af heitum rétt og þessi kláraðist upp til agna og allir fóru sáttir heim.

Drykkir:
Við drekkum sjálf ekki gos nema í hófi – því ákváðum við að vera ekkert að kaupa það núna frekar en venjulega. Við buðum uppá ískalt íslenskt vatn, kaffi, fjörmjólk, og djús en djúsinn bjó ég til í blandaranum mínum með því að blanda saman epli, appelsínu, banana og fullt af vatni og klaka.

í lokin
Þetta eru bara hugmyndir að hollara afmæli, það er hægt að gera svo ótal margt sem bæði börn og fullorðnir eru ánægð með – það er ekki nauðsynlegt að vera með 100 tegundir af dísætum kökum, þó að það geti verið gott að hafa eina og eina (þá mæli ég reyndar með döðlukökunni, hún er bara þvílíkt ljúffeng og sæt!). Bæði okkur og samviskunni líður betur eftir aðeins hollari afmælisveislur 🙂

Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir
www.facebook.com/Heilshugar

The following two tabs change content below.
Guðrún Sturlaugs.
Guðrún hefur mikla ástríðu fyrir hollum og góðum mat. Hún hefur haldið úti facebook síðunni Heilshugar síðan 2012 og um mitt ár fór hún að þróa vörur undir merkjum Heilshugar.
Guðrún Sturlaugs.

Latest posts by Guðrún Sturlaugs. (see all)

Y

Related Posts

Prinsessukaka

Prinsessukaka

Guðrún plataði mig til þess að búa til holla prinsessuköku með fullt af ávöxtum fyrir prinsessuafmæli hjá Vöku. Ég var búin að skoða endalaust af fallegum kökum á Pinterest en allar fullar af sykri og hveiti. Ein góð vinkona gaf mér þessa frábæru hugmynd að gera hana einungis […]

Tælenskur grænmetisréttur

Tælenskur grænmetisréttur

    The following two tabs change content below.BioLatest Posts Guðrún Sturlaugs.Owner at Heilshugar Guðrún hefur mikla ástríðu fyrir hollum og góðum mat. Hún hefur haldið úti facebook síðunni Heilshugar síðan 2012 og um mitt ár fór hún að þróa vörur undir merkjum Heilshugar. Latest […]