Súkkulaði möndlusmjör

Súkkulaði möndlusmjör

súkkulaðimöndlusmjorÉg má til með að deila þessari LJÚFFENGU uppskrift með ykkur! Ég var með æði fyrir súkkulaðismjöri á brauð þegar ég var yngri og þetta kemur sko klárlega í staðin fyrir það. En hér með ætla ég alltaf að gera mjööög lítið í einu og aðeins fyrir sérstök tilfelli því þetta var svo ótrúlega gott að ég þori ekki að eiga svona inní skáp hjá mér 🙂

Ég veit ekki hvernig er að gera svona í venjulegri matvinnsluvél, ég fór á youtube og skoðaði þar og ég sé að einhverjir eru að gera þetta í hefðbundinni matvinnsluvél og því er vel þess virði að prófa! En ég er með Blendtec blandara sem ræður einstaklega vel við möndlu- og hnetusmjör. Uppskriftina fékk ég í bókinni sem fylgir vélinni. Möndlusmjörið geymist frekar vel skilst mér (það er búið hjá okkur strax! en samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið þá geymist það vel í kæli)

Það er mikilvægt að taka fram að möndlusmjör er mjög hitaeiningaríkt og 2 msk geta verið um 200 hitaeiningar (30 grömm). Svo það er best að njóta þess í góðu hófi.

Uppskrift að 1 lítilli krukku af súkkulaði möndlusmjöri. 

  • 1 1/2 bolli ristaðar möndlur (má nota óristaðar, en þá þarf að bæta olíu við uppskriftina í flestum tilfellum)
  • 2 msk hreint kakó
  • 2 msk Xylitol sykur (eða annar sykur)
  • 2 msk kókosflögur (má örugglega nota kókosmjöl)

Öllu blandað saman – getur tekið góðan tíma. Hægt að skoða allskonar myndbönd á youtube um þetta ef fólk er í óvissu.

The following two tabs change content below.
Guðrún Sturlaugs.
Guðrún hefur mikla ástríðu fyrir hollum og góðum mat. Hún hefur haldið úti facebook síðunni Heilshugar síðan 2012 og um mitt ár fór hún að þróa vörur undir merkjum Heilshugar.
Guðrún Sturlaugs.

Latest posts by Guðrún Sturlaugs. (see all)

Y