Súkkulaðibitakökur

Súkkulaðibitakökur

SukkuladibitakokurATHUGIÐ! Hættulega góðar súkkulaðibitakökur

-alveg ótrúlega einföld uppskrift og fá hráefni í henni:

3 bananar (frekar vel þroskaðir)
2 bollar tröllahafrar (gróft haframjöl)
1/4 bolli olía
1/2 tsk kanill
1/4 tsk salt
1 bolli saxaðar döðlur
1/2 bolli súkkulaðibitar/rúsínur/hnetur/möndlur eða aðrir þurrkaðir ávextir (má jafnvel sleppa)
Bananar stappaðir og öllu hráefni blandað við.

Setjið eina matskeið af deginu á plötu og þrýstið létt á, þetta er svona smá laust í sér fyrst, en mýkist svo og verður æðislegt þegar þetta er komið útúr ofninum, jafnvel pinku stökkt!

Bakað í ca 20 mín við 180°c

Geymið í krukku og líklega best að borða ekki of margar í einu, jafnvel gera aðeins minni uppskrift ef maður vill ekki missa sig í þessum hættulega góðu kökum.

Heilshugar á Facebook

The following two tabs change content below.

Guðrún Sturlaugsd.

www.facebook.com/heilshugar

Latest posts by Guðrún Sturlaugsd. (see all)

Y

Related Posts

Ljúffengar jólasmákökur með súkkulaði

Ljúffengar jólasmákökur með súkkulaði

Ljúffengar jólasmákökur með súkkulaði (u.þ.b. 20 stk) 2 stórir gróft saxaðir bananar (ég var með 250 g án hýðis) 100 g döðlur (döðlumauk) 250 g graskersmauk (eða eplamauk) 200 g haframjöl 1/2 bolli olía 50 g gróft saxaðar möndlur 2 tsk kanill 2 tsk lyftiduft […]

‘Kornflekskökur’ (án kornfleks…)

‘Kornflekskökur’ (án kornfleks…)

Eruði ready!? Fyrir hollar “kornflekskökur” (með engu kornfleksi…) Þetta er laugardagsnammið! 30 gr. súkkulaði (70%) 30 gr. agave sýróp 30 gr. rúsínur 10 gr kókosmjöl 30 gr. haframjöl 10 gr. kókosflögur 30 gr hörfræ Súkkulaði og sýróp sett saman í skál og inní örbylgju í […]