Döðlubrauð

Döðlubrauð

dodlubraud

Mig langaði að baka eitthvað gómsætt fyrir stelpurnar mínar til að eiga þegar þær kæmu heim úr leikskólanum. Það kom virkilega á óvart, ótrúlega gott brauð!

Þegar ég nota bolla, þá er það 250 ml mál sem ég miða við.. Ef þú átt t.d. glas sem tekur 200 ml af vatni, þá er það rúmlega eitt þannig glas fyllt af t.d. hveiti eða öðru. Gott að nota t.d. könnu sem er með svona mælistyku og miða við 250 ml.

 • 1 bolli heitt vatn
 • 1 bolli döðlur
 • 100 gr eplamauk
 • 1 dolla sýrður rjómi (eða hrein jógúrt)
 • 1/4 bolli olía
 • 1 tsk salt
 • 1 og 1/2 bolli heilhveiti
 • 1 bolli haframjöl (ég nota tröllahafra)
 • 1 tsk matarsódi
 • 1 tsk kanill
 • 1/2 bolli saxaðar döðlur

Döðlur og heitt vatn sett í blandara (ég er með frá Blendtec) og maukað. Eplamauki, sýrðum rjo´ma og olíu bætt útí og blandað saman við. Síðan er þurrefnum nema haframjöli bætt við og allt blandað og að lokum er döðlum og haframjöli bætt útí og hrært í með sleif.

dodlubraud2Allt sett í brauðfrom sem er annað hvort spreyjað með olíu eða þakið með smjörpappír. Bakað í u.þ.b. 40 mínútur við 180°c – ég lækkaði hitann í lokinn svo að það yrði ekki of dökkt ofaná. En það borgar sig að fylgjast vel með – ég stakk brauðið nokkrum sinnum með gaffli til að athuag hvort hann kæmi klístraður upp – þegar ekkert klístur kom upp þá er brauðið örugglega tilbúið…

Gott að bera fram með smá klípu af léttu viðbiti.

 

Njótið vel og við erum virkilega þakklát fyrir hvert LIKE hér að neðan.
Bkv. Guðrún

The following two tabs change content below.
Guðrún Sturlaugs.
Guðrún hefur mikla ástríðu fyrir hollum og góðum mat. Hún hefur haldið úti facebook síðunni Heilshugar síðan 2012 og um mitt ár fór hún að þróa vörur undir merkjum Heilshugar.
Guðrún Sturlaugs.

Latest posts by Guðrún Sturlaugs. (see all)

Y

Related Posts

Bláberja chiafræ sulta

Bláberja chiafræ sulta

Datt niðrá þessa snilldar uppskrift fyrir þá sem vilja njóta sultu með góðri samvisku, ekki það að maður á aldrei að fá samviskubit yfir því sem maður borðar! Ef maður borðar óhollustu þá má maður bara ekki hugsa “ég er hvort eð er búin að […]

Sumarlegt ávaxtasalat – tilvalið fyrir börn og fullorðna…

Sumarlegt ávaxtasalat – tilvalið fyrir börn og fullorðna…

Eftir leikskóla í dag fórum við í búðina og hver og einn fékk að velja eina ávaxtategund til að setja í ávaxtasalatið. Þetta er í fyrsta skiptið sem við kaupum fersk hindber, en Vaka vildi endilega prófa þau. Við erum alltaf dugleg að gera ávaxtasalat […]