Heit bláberja- og engifersprengja (minnir aðeins á bláberjasúpuna)

Heit bláberja- og engifersprengja (minnir aðeins á bláberjasúpuna)

blaberjaÉg ligg veik heima í dag og langaði í heitan boost í morgunmat. Þegar ég hugsa um veikindi þá dettur mér í hug bláberjasúpa, því hana fékk ég oftar en ekki þegar ég var veik í ‘gamla daga’… Þannig að ég ákvað að gera mér boost sem gæti líkst því eitthvað, en þó var ég ákveðin að stútfylla hann af engifer, því einhver hefur einhvern tíman sagt mér að það sé gott þegar maður er veikur, þó ég hafi ekki hugmynd um hvort það sé staðreynd…. En hvað gerir maður ekki til að koma sér uppúr svona veikindu, verandi jafn ofvirk og ég og á leiðinni að hitta vinkonur mínar í sushi og tilheyrandi á morgun…
En allavega

Heit bláberja- og engifersprengja

  • 1 bolli vatn
  • 2-4 cm engiferbútur (fer eftir smekk), ég var örugglega 3-4 cm. (Innskot: þegar ég kaupi engifer þá byrja ég á að skræla utan af því og sker það í litla bita og í poka og inní frysti. Þannig á ég það alltaf tilbúið þegar mig langar að nota það og það skemmist aldrei hjá mér eins og það gerði áður)
  • 1 bolli frosin bláber 
  • 1 grænt epli
  • 1 msk síróp eða önnur sætuefni.

Sjóðið engiferið í vatninu í nokkrar mínútur og setjið bláberin útí pottinn þegar suðan hefur komið upp. Sópið eldhúsið á meðan þið bíðið…..  (ég gerði það allavega). Setjið allt úr pottinum útí blandarann (ég er með frábæran blandara frá Blendtec). Bætið við einu grænu epli. (Innskot: Eftir að ég fékk góðan blandara þá set ég eplin alltaf öll útí, er s.s. ekki að fræhreinsa þau og þá er maður miklu sneggri..Sama með perur og annað).  Setjið sírópið útí og blandið þar til silkimjúkt. Drekkið og njótið .

Nú er spurning hvort maður verði ekki bara orðin eiturhress hér um kvöldmatarleytið………….

 

The following two tabs change content below.
Guðrún Sturlaugs.
Guðrún hefur mikla ástríðu fyrir hollum og góðum mat. Hún hefur haldið úti facebook síðunni Heilshugar síðan 2012 og um mitt ár fór hún að þróa vörur undir merkjum Heilshugar.
Guðrún Sturlaugs.

Latest posts by Guðrún Sturlaugs. (see all)

Y

Related Posts

Frosið engifer

Frosið engifer

Það er rosalega sniðugt þegar engifer er keypt til að nota útí boosta og aðrar uppskriftir þá er sniðugt að hreinsa það og frysta í litlum bitum – þá eyðileggst það ekki og það er auðvelt og þægilegt að nota það. The following two tabs […]

Ferskur og flottur mangóboozt

Ferskur og flottur mangóboozt

Æðislegur morgunboost sem stelpurnar fengu sér með morgunmatnum. Uppskrift 1 lúka frosið mangó 1 lúka frosin ananas 1/2 banani Vatn eftir þörfum Öllu skellt í blandarann og blandað þar til silkimjúkt.   The following two tabs change content below.BioLatest Posts Guðrún Sturlaugs.Owner at Heilshugar Guðrún […]