Kaldur Kaffidrykkur

Kaldur Kaffidrykkur

kaffi

Nú er maður nýlentur frá Tenerife og þá er ekkert annað í stöðunni en að virkja blandarann minn og vera dugleg að viðhalda sumarlegu drykkjunum sem maður drakk daglega úti í sólinni… En spurning að hafa þá samt í hollari kantinum, þeir eru ekkert mikið að hugsa um það þarna á Kanaríeyjum 😉
Ég vaknaði í morgun eftir nokkuð langt ferðalag og það var eiginlega ekkert til í ísskápnum. Ég á þó alltaf nokkra Nutramino drykki til að grípa í þegar mig vantar fljótlega næringu og einnig er alltaf eitthvað til í frystinum. Ég ákvað að skella í einn kaldan kaffidrykk sem tók mig uþb. 1-2 mínútur að gera svo hann er fljótlegur og þægilegur þegar maður á tilbúið það sem þarf í hann.

Uppskrift fyrir einn:

  • 1 Pure Shape súkkulaði drykkur
  • nokkrir ísmolar
  • 3 ísmolar af sterku kaffi

Kaffimolana bý ég til þannig að ég set mikið kaffi og kalt vatn í pressukönnu og læt standa yfir nóttu. Daginn eftir pressa ég kaffið og set í klakapoka og inní frysti. Það má örugglega líka prófa að setja kaffi í skál með kölduvatni og sía svo í gegnum bleyjutusku eða kaffipoka. Endilega prófa sig áfram, en þetta er snilld til að búa til kalda kaffidrykki og ég hef heyrt að það sé betra að gera kalt kaffi frekar en að frysta soðið kaffi….

kaffi1

 

 

The following two tabs change content below.
Guðrún Sturlaugs.
Guðrún hefur mikla ástríðu fyrir hollum og góðum mat. Hún hefur haldið úti facebook síðunni Heilshugar síðan 2012 og um mitt ár fór hún að þróa vörur undir merkjum Heilshugar.
Guðrún Sturlaugs.

Latest posts by Guðrún Sturlaugs. (see all)

Y

Related Posts

Grænn og súpervænn

Grænn og súpervænn

Gerði mér þennan góða drykk í morgunsárið. Alveg kjörið eftir langa fríhelgi þar sem mataræðið var upp og ofan og líðanin eftir því. Manni líður svo lang best eftir svona frískandi drykk, mæli með því að þið prófið að blanda ykkur drykki af og til […]

Suðrænn smoothie

Suðrænn smoothie

Þessi prótein smoothie var góður í morgunsárið 2 bitar frosið spínat 1 lúka frosið mangó nokkrir bitar frosin bananar slatti ískalt vatn 2 skeiðar próteinduft (má sleppa) Blandið öllu nema próteinduftinu vel saman – þar til orðið vel maukað. Blandið próteinduftinu útí og ef til […]