Frönsk súkkulaðikaka

sukkuladikakaÍ gærkvöldi fékk ég rosalega súkkulaðiþrá og fyrsta markmiðið var að búa mér til litlar súkkulaðikúlur, deigið varð of blautt og þá datt mér í hug að kannski væri þetta bara grunnurinn að hollri og góðri franskri súkkulaðiköku og ÓJÁ!! þarna var hann kominn, hrikalega góð kaka og með ferskum jarðaberjum þá getur þessi ekki klikkað! Í fyrstu tilraun prófaði ég að hafa bráðið 70% súkkulaði ofan á henni, en það er að okkar mati í raun algjör óþarfi þar sem hún er svo mjúk og ljúffeng. Hlakka til að heyra hvað ykkur finnst um þessa.

  • 1 bolli döðlur
  • 2 dl möndlur
  • 1 dl kókosmjöl
  • 1 dl vatn
  • 3 msk kakó (hreint kakóduft án sykurs)
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2 tsk kanill

Allt maukað vel saman í Blendteknum. Sett í hringlaga form (ekki of stórt). Best er að annað hvort þekja formið með bökunarpappír eða spreyja það með olíuspreyji, en kakan er vel klístruð og ef formin eru ekki mjög góð þá getur verið best að nota bökunarpappír. Bakið við 180°c í uþb. 15 mínútur. Ekki baka kökuna of lengi, hún má ekki þorna og hún á að vera vel mjúk þegar hún er tekin út.

Ég sáldraði smá kókoshveiti (eða mulið kókosmjöl) yfir kökuna og gott að borða hana með ferskum jarðarberjum og jafnvel kókosmjólkurrjóma sem margir eru farnir að gera (ísköld kókosmjólk þeytt upp, vatnið er tekið af henni og aðeins rjóminn notaður)

Njótið vel

The following two tabs change content below.
Guðrún Sturlaugs.
Guðrún hefur mikla ástríðu fyrir hollum og góðum mat. Hún hefur haldið úti facebook síðunni Heilshugar síðan 2012 og um mitt ár fór hún að þróa vörur undir merkjum Heilshugar.
Guðrún Sturlaugs.

Nýjstu færslur: Guðrún Sturlaugs. (see all)

Skoðaðu þetta