Súkkulaðikaka, fullkomið millimál í bolla

Súkkulaðikaka, fullkomið millimál í bolla

sukk_kakaUppskrift í 2 litlar kökur

  • 14 döðlur
  • 20 möndlur
  • 1 msk kókosmjöl
  • 1/2 tsk vanilludropar
  • 1 tsk lyftiduft
  • 2-3 msk vatn
  • 2 tsk kakó

Ég skellti öllu saman í Blendtecinn minn og mixaði. Fyrir þá sem eiga ekki mjög kraftmikla græju gæti verið sniðugt að byrja á því að sjóða döðlurnar eða leggja í bleyti. Mala síðan möndlurnar sér og bæta öðru þurrefni við þær og mauka möndlur sér og blanda svo öllu saman í lokin.

Það er að baka þessa köku á tvo mismunandi vegu, eftir því hvað fólk vill. Við skiptum deiginu jafnt í tvo bolla og settum í örbylgjuofn í 40-50 sekúndur. Eins má setja deigið í mjög lítið eldfast mót eða 2 muffuform og inní ofn við ca. 180°c og fylgjast með því, láta það bakast kannski í 10 mínútur.

Ofan á kökuna setti ég 1-2 tsk af sýrðum rjóma sem ég blandaði við smá vanilludropa og 2 dropa af karmellu Steviu sætuefni sem fæst í dropaformi og ætti að fást í flestum verslunum nú orðið. Síðan reif ég smá bút af 70% súkkulaði og setti ofan á toppinn.

Uppskriftin er uþb. 450 hitaeiningar í heildina og því uþb. 220 hitaeiningar hvor kaka + sýrður rjómi og ætti því ekki að fara yfir 250 hitaeiningar í heildina.

Njótið vel

 

The following two tabs change content below.
Guðrún Sturlaugs.
Guðrún hefur mikla ástríðu fyrir hollum og góðum mat. Hún hefur haldið úti facebook síðunni Heilshugar síðan 2012 og um mitt ár fór hún að þróa vörur undir merkjum Heilshugar.
Guðrún Sturlaugs.

Latest posts by Guðrún Sturlaugs. (see all)

Y

Related Posts

Vaka Sif sýnir hvernig er hægt að gera gott nammi fyrir krakka

Vaka Sif sýnir hvernig er hægt að gera gott nammi fyrir krakka

Vaka Sif vildi endilega fara útí búð í morgun og kaupa nammi, þá bauð ég henni hvort hún vildi kannski taka upp myndband fyrir facebook vini okkar þar sem hún kenndi þeim að gera banana- og jarðarberja nammi sem við gerum okkur oft. Hún var […]

Grænn orkudrykkur

Grænn orkudrykkur

Þessi er grænn og vænn, mjög einfaldur og góður drykkur og hér færðu allar trefjarnar úr ávöxtunum. 1 rautt epli 1 appelsína 1 lúka ferskst spínat eða nokkrir kubbar frosið spínat (eins og fæst í pokum) 2 bitar engifer (2-3 cm bútur) klakar og vatn […]