Banana- og döðluterta

Banana- og döðluterta

bananaogdodlutertaEruði tilbúin í þessa svaðalegu köku?!

Botn:

  • 3 bananar (frekar vel þroskaðir) (Hægt að skipta út fyrir eplamauk ef vill)
  • 2 bollar tröllahafrar (gróft haframjöl)
  • 1/4 bolli olía
  • 1/2 tsk kanill
  • 1/4 tsk salt
  • 1 bolli saxaðar döðlur
  • 1/4 bolli saxaðar hestlihnetur (má sleppa eða nota bara súkkulaði, rúsínur eða annað)
  • 1/2 bolli súkkulaðibitar (má alveg sleppa eða nota rúsínur eða bara hnetur – notið sykurlaust súkkulaði eða sleppið ef þið viljið að kakan sé sykurlaus.)

Bananar stappaðir og öllu hráefni blandað við. Botninn pressaður ofan í hringform eða eldfast mót og bakaður í ca 20 mín. Skerið niður ávexti (ég notaði 3 banana, 1 dall af jarðaberjum og 1/2-1 ananas) og setjið ofan á botninn. Á toppinn setti ég eina dollu af vanillu skyri (skyr.is eða annað) bræddum smá súkkulaði og dreifðum og settum svo slatta af söxuðum hestlihnetum ofan á.

Við borðuðum kökuna með vanillu ís og það var alveg ómótsæðilega gott að borða hana með ís, þannig að næst þegar ég geri hana, sem verður örugglega á næstunni, þá ætla ég að búa til hollustu ís til að setja á toppinn í staðinn fyrir skyr, það var svo gott að borða hana með ís þegar botninn var enn heitur 🙂

Heilshugar á Facebook

The following two tabs change content below.
Guðrún Sturlaugs.
Guðrún hefur mikla ástríðu fyrir hollum og góðum mat. Hún hefur haldið úti facebook síðunni Heilshugar síðan 2012 og um mitt ár fór hún að þróa vörur undir merkjum Heilshugar.
Guðrún Sturlaugs.

Latest posts by Guðrún Sturlaugs. (see all)

Y

Related Posts

Frönsk súkkulaðikaka

Frönsk súkkulaðikaka

Í gærkvöldi fékk ég rosalega súkkulaðiþrá og fyrsta markmiðið var að búa mér til litlar súkkulaðikúlur, deigið varð of blautt og þá datt mér í hug að kannski væri þetta bara grunnurinn að hollri og góðri franskri súkkulaðiköku og ÓJÁ!! þarna var hann kominn, hrikalega […]

Döðlubrauð

Döðlubrauð

Mig langaði að baka eitthvað gómsætt fyrir stelpurnar mínar til að eiga þegar þær kæmu heim úr leikskólanum. Það kom virkilega á óvart, ótrúlega gott brauð! Þegar ég nota bolla, þá er það 250 ml mál sem ég miða við.. Ef þú átt t.d. glas […]