Möndlumjólk og möndlumjöl

Möndlumjólk og möndlumjöl

mondlumjolkreadylitil

mondlumjolk1

Það er alveg ótrúlega einfalt að útbúa sína eigin möndlumjólk og hún er svo ótrúlega góð til að nota í boosta, á hafragrautinn eða yfir morgunkornið. Mæli með því að þið prófið þetta.

Innihaldi í uþb. hálfan líter af mjólk:

  • 100 g möndlur
  • 500 ml kalt vatn

Allt sett í blandarann og blandað vel þar til möndlurnar eru vel muldar. Takið fram bleyjutusku og síjið vökvann í gegn. Þá er möndlumjólkin tilbúin og ekkert annað að gera en að hella henni yfir á flösku. Í tuskunni situr eftir hið fínasta möndlumjöl sem er gott að láta þorna á plötu og er svo hægt að nota t.d. í bakstur.

 

 

mondlumjolk3 mondlumjollitilMöndlumjöl – setjið mjölið á stærri disk og dreifið úr því, látið þorna. Geymið síðan til að nota í bakstur eða annað þar sem notast er við mjöl.

The following two tabs change content below.
Guðrún Sturlaugs.
Guðrún hefur mikla ástríðu fyrir hollum og góðum mat. Hún hefur haldið úti facebook síðunni Heilshugar síðan 2012 og um mitt ár fór hún að þróa vörur undir merkjum Heilshugar.
Guðrún Sturlaugs.

Latest posts by Guðrún Sturlaugs. (see all)

Y