Núðlu- og grænmetissúpa

Núðlu- og grænmetissúpa

Ég fór ásamt vinkonu minni á Núðluskálina um daginn og ég er búin að vera með löngun í slíka súpu síðan, enda með eindæmum góðar hjá þeim á Skólavörðustígnum.

Við mamma tókum okkur til og ákváðum að malla eina girnilega súpu í hádegismatinn í dag. Algjör dásemd!

nudlusupa

Núðlu- og grænmetissúpa – uppskrift fyrir fjóra

 • 1 laukur
 • 3 hvítlauksrif
 • 1 chilli
 • smá vorlaukur
 • grænmeti úr ísskápnum sem ykkur þykir passa við
 • 1/2 líter vatn
 • 1 dós kókosmjólk (mæli með að velja dós sem stendur á að innihaldi 80-90% kókos, fæst í Krónunni t.d. frá Suree og fleirum)
 • 1-2 tsk Saltverk sjávarsalt (fæst í Krónunni)

 

 • nudlusupa3

Ferskt grænmeti til að setja útí: (má leika sér hér og nota það sem vill og þér finnst passa, en við notum það ferskt)

 • 1 rauð papríka skorin mjög fínt eða rifin
 • 1 chilli pipar rifinn í rifjárni
 • 1-2 pakki ferskur kóríander (notið stilkana í soðið í súpuna)
 • 1 pakki alfaspírur
 • 1 lime
 • 4 gulrætur
 • 1 vorlaukur (notið það sem kemur utan af honum og enda til að setja í soðið)
 • 1 grænmetiskraftur

nudlusupa2

Steikið lauk, hvítlauk og chillipipar í potti þar til laukur er gylltur. Setjið hálfan líter af vatni útí pottinn. Bætið því sem þið viljið af ferska grænmetinu útí, t.d. stilka af kóríander og utan af vorlak ofl.
1 dós af kókosmjólk og salti bætt útí og soðið nokkra stund. Síjið grænmeti frá og hitið súpuna aðeins upp aftur. Gott að krydda með chilli kryddi og cayanne pipar ef vill. Við slepptum öllum sterkum kryddum en höfðum það til hliðar fyrir hvern og einn þar sem börnin vilja ekki hafa súpuna of sterka.

Sjóðið hálfan pakka (125 g) af núðlum í sér pott.

Saxið og rífið allt ferska grænmetið og setjið í skálar.

nudlusupa4

Takið nú stóra skál og setjið eins og 2-3 ausur af súpu, setjið næst einn fjórða af núðlunum og því næst er sett allt það fersk grænmeti sem fólk vill útá súpuna, hægt er að leyfa hverjum og einum að velja sér útá, en við settum alveg hálfan pakka af ferskum kóríander útá hverja súpu, eins settum við örugglega 1 gulrót, 1/2 papríku osfr. Þannig að við notuðum mikið grænmeti og minna af núðlum.

Njótið vel og endilega prófið líka að borða á Núðluskálinni á Skólavörðustíg, ótrúlega ferskt og gott!

 

 

 

The following two tabs change content below.
Guðrún Sturlaugs.
Guðrún hefur mikla ástríðu fyrir hollum og góðum mat. Hún hefur haldið úti facebook síðunni Heilshugar síðan 2012 og um mitt ár fór hún að þróa vörur undir merkjum Heilshugar.
Guðrún Sturlaugs.

Latest posts by Guðrún Sturlaugs. (see all)

Y

Related Posts

Þunnbotna Pizza

Þunnbotna Pizza

Pizza Við gerum oftar en ekki pizzu á þessu heimili.. Við kynntumst nú einu sinni á pizzastað þannig að það á vel við…. Við vorum einu sinni húkked á pizzunum úr heilsubókinni frá Hagkaup, eða grænum kosti held ég hún heiti, þetta er okkar útfærsla […]

Papríku- og kartöflusúpa með kókoskeim

Papríku- og kartöflusúpa með kókoskeim

Erum að malla þessa gómsætu súpu, fengum uppskriftina úr Happ Happ Húrra og mælum eindregið með þessari súpu, geggjað góð :o) Papríku- og kartöflusúpa með kókoskeim 2 1/2 msk ólívuolía 1 laukur saxaður 1 sæt kartafla skorin í bita 1 rautt chili, saxað 1 msk […]