Sumarlegt ávaxtasalat – tilvalið fyrir börn og fullorðna…

Sumarlegt ávaxtasalat – tilvalið fyrir börn og fullorðna…

Eftir leikskóla í dag fórum við í búðina og hver og einn fékk að velja eina ávaxtategund til að setja í ávaxtasalatið. Þetta er í fyrsta skiptið sem við kaupum fersk hindber, en Vaka vildi endilega prófa þau. Við erum alltaf dugleg að gera ávaxtasalat og sérstaklega þegar sumarið er að nálgast enda var þetta ótrúlega vinsælt hjá okkur síðasta sumar og tókum við yfirleitt með okkur dall af ávöxtum með í ferðalagið og útá róló eða hvert sem er.

Mæli með því að þið tékkið á ávöxtabarnum í Krónunni, við kaupum alltaf nokkra poka af “10 fyrir 390 kr”. Hef sjaldan eða aldrei lent á slæmum ávöxtum þar og prófaði líka að gera verðkönnun á stöku epli og það munaði þá um 20 eða 30 krónum á stykki.

avaxtasalat_minni

Ávaxtasalat fyrir 6

  • 3 appelsínur
  • 4 bananar
  • 1/3 ananas
  • 1/2 melóna
  • 1 box hindber

Allt saxað smátt og blandað saman..

Þegar afgangur er af salatinu þá er snilld að skella restinni í klakabox og leyfa börnunum að njóta sem íspinna næstu daga

556523_325347434206723_1281507996_n

The following two tabs change content below.
Guðrún Sturlaugs.
Guðrún hefur mikla ástríðu fyrir hollum og góðum mat. Hún hefur haldið úti facebook síðunni Heilshugar síðan 2012 og um mitt ár fór hún að þróa vörur undir merkjum Heilshugar.
Guðrún Sturlaugs.

Latest posts by Guðrún Sturlaugs. (see all)

Y

Related Posts

Vaka Sif sýnir hvernig er hægt að gera gott nammi fyrir krakka

Vaka Sif sýnir hvernig er hægt að gera gott nammi fyrir krakka

Vaka Sif vildi endilega fara útí búð í morgun og kaupa nammi, þá bauð ég henni hvort hún vildi kannski taka upp myndband fyrir facebook vini okkar þar sem hún kenndi þeim að gera banana- og jarðarberja nammi sem við gerum okkur oft. Hún var […]

Heimalagað múslí

Heimalagað múslí

Það er ekki vitlaust að útbúa sitt eigið múslí og vera þannig 100% meðvitaður um innihaldið. Það leynist oftar en ekki sykur í múslí en þetta er algjörlega laust við allan viðbættan sykur. Það kom mér líka mjög á óvart hvað þetta er einfalt og […]