Grænn og súpervænn

Grænn og súpervænn

grænnogvænnGerði mér þennan góða drykk í morgunsárið. Alveg kjörið eftir langa fríhelgi þar sem mataræðið var upp og ofan og líðanin eftir því. Manni líður svo lang best eftir svona frískandi drykk, mæli með því að þið prófið að blanda ykkur drykki af og til ef þið gerið það ekki nú þegar.

Þessi er sumarlegur og góður, uppskriftin er bara svona nokkurn vegin eins og hér segir:

  • grænnogvænn_blandalitill1 lúka spínat (ég notaði frosið spínat, frysti spínat fyrir nokkru síðan sem var alveg að fara að skemmast, frysti það í skömmtum, skipti því í nokkra poka, uþb. 1 lúka í hvern poka.)
  • 1 appelsína
  • 1/4 eða 1/3 ný og fín gúrka
  • nokkrir vænir bitar fersk eða frosin gul melóna (ég notaði frosna og fékk kulda í drykkinn þannig).
  • 1/2 glas ískalt vatn
  • 1-2 msk hörfræ
  • 1 msk chia fræ 

Skellið öllu í blandarann, ég á einn súper góðan frá Blendtec sem ég mæli eindregið með – hann gerir drykkin alveg smooth og góðan. Hellið í fallegar flöskur eða glös og njótið með litríkum rörum.

 

The following two tabs change content below.
Guðrún Sturlaugs.
Guðrún hefur mikla ástríðu fyrir hollum og góðum mat. Hún hefur haldið úti facebook síðunni Heilshugar síðan 2012 og um mitt ár fór hún að þróa vörur undir merkjum Heilshugar.
Guðrún Sturlaugs.

Latest posts by Guðrún Sturlaugs. (see all)

Y

Related Posts

Suðrænn smoothie

Suðrænn smoothie

Þessi prótein smoothie var góður í morgunsárið 2 bitar frosið spínat 1 lúka frosið mangó nokkrir bitar frosin bananar slatti ískalt vatn 2 skeiðar próteinduft (má sleppa) Blandið öllu nema próteinduftinu vel saman – þar til orðið vel maukað. Blandið próteinduftinu útí og ef til […]

Ljúffengar jólasmákökur með súkkulaði

Ljúffengar jólasmákökur með súkkulaði

Ljúffengar jólasmákökur með súkkulaði (u.þ.b. 20 stk) 2 stórir gróft saxaðir bananar (ég var með 250 g án hýðis) 100 g döðlur (döðlumauk) 250 g graskersmauk (eða eplamauk) 200 g haframjöl 1/2 bolli olía 50 g gróft saxaðar möndlur 2 tsk kanill 2 tsk lyftiduft […]