Hummus

Hummus

Hummus hummus

Mjög góð grunnuppskrift, svo má leika sér að þessu, bæta við eða breyta kryddum. Ég prófaði um daginn að nota graskersfræ og það var líka mjög gott, bara láta hugmyndaflugið ráða ferðinni hér :o)

  • Ein dós kjúklingabaunir
  • ca 1 tsk limesafi
  • ca 2 tsk tahini
  • ca 1/2 – 1 tsk Saltverk salt
  • 1/2 tsk papríkuduft
  • 1 hvítlauksrif
  • vatn eftir þörf (líka mjög gott að bæta við eins og 1 msk af góðri olíu)

Öllu blandað saman og mixað með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Geymist yfirleitt í nokkra daga í ísskáp. Snilld til að taka með sem millimál í vinnuna…

Heilshugar á Facebook

The following two tabs change content below.
Guðrún Sturlaugs.
Guðrún hefur mikla ástríðu fyrir hollum og góðum mat. Hún hefur haldið úti facebook síðunni Heilshugar síðan 2012 og um mitt ár fór hún að þróa vörur undir merkjum Heilshugar.
Guðrún Sturlaugs.

Latest posts by Guðrún Sturlaugs. (see all)

Y