Suðrænn smoothie

Suðrænn smoothie

vanilliproteinBananarGræntDrykkurÞessi prótein smoothie var góður í morgunsárið

  • 2 bitar frosið spínat
  • 1 lúka frosið mangó
  • nokkrir bitar frosin bananar
  • slatti ískalt vatn
  • 2 skeiðar próteinduft (má sleppa)

Blandið öllu nema próteinduftinu vel saman – þar til orðið vel maukað. Blandið próteinduftinu útí og ef til vill meira vatni. Blandið aðeins lengur.  Við erum með Blendtec blandara og í honum finnst mér mikilvægt að blanda fyrst öllu nema próteininu þar sem hann er kraftmikill og ef maður blandar öllu saman í upphafi þá gerir próteinduftið drykkin mjög loftkenndan ef það er blandað of hratt eða mikið.

Njótið vel!

 

 

The following two tabs change content below.
Guðrún Sturlaugs.
Guðrún hefur mikla ástríðu fyrir hollum og góðum mat. Hún hefur haldið úti facebook síðunni Heilshugar síðan 2012 og um mitt ár fór hún að þróa vörur undir merkjum Heilshugar.
Guðrún Sturlaugs.

Latest posts by Guðrún Sturlaugs. (see all)

Y

Related Posts

Kasjúhnetusmoothie

Kasjúhnetusmoothie

Ég bjó til æðislegan og einfaldan smoothie um daginn með kasjúhnetusmjörinu frá H- Berg. 1 frosinn banani 2 msk kasjúhnetusmjör frá H- Berg 250-300 ml möndlumjólk (vel hægt að nota hvaða mjólk sem er) Allt sett í blender og voilá! Hugmyndina fékk ég á síðu […]

Grænn og súpervænn

Grænn og súpervænn

Gerði mér þennan góða drykk í morgunsárið. Alveg kjörið eftir langa fríhelgi þar sem mataræðið var upp og ofan og líðanin eftir því. Manni líður svo lang best eftir svona frískandi drykk, mæli með því að þið prófið að blanda ykkur drykki af og til […]