Bláberja chiafræ sulta

Bláberja chiafræ sulta

SultaBlaber_Chia01Datt niðrá þessa snilldar uppskrift fyrir þá sem vilja njóta sultu með góðri samvisku, ekki það að maður á aldrei að fá samviskubit yfir því sem maður borðar! Ef maður borðar óhollustu þá má maður bara ekki hugsa “ég er hvort eð er búin að klúðra þessu, best að fá mér meira nammi…” Frekar bara njóta þess og halda svo áfram sínu striki strax (ekki á mánudaginn!)

SultaBlaber_Chia02

En hér kemur uppskrift að snilldar chia-sultu

  • 2 bollar fersk (eða frosin) bláber. Ég notaði frosin.
  • 1/4 bolli chia fræ
  • 2-3 msk hunang (má líka sleppa og nota Steviu dropa, ég notaði þá í bland við hunang)

Öllu blandað saman í skál og látið standa t.d. í eina nótt og svo sett í krukku.

Uppskriftina fann ég hér

 

 

 

SultaBlaber_Chia03

The following two tabs change content below.

Guðrún Sturlaugsd.

www.facebook.com/heilshugar

Latest posts by Guðrún Sturlaugsd. (see all)

Y

Related Posts

Döðlubrauð

Döðlubrauð

Mig langaði að baka eitthvað gómsætt fyrir stelpurnar mínar til að eiga þegar þær kæmu heim úr leikskólanum. Það kom virkilega á óvart, ótrúlega gott brauð! Þegar ég nota bolla, þá er það 250 ml mál sem ég miða við.. Ef þú átt t.d. glas […]

Mangóís

Mangóís

Er búin að vera að í allan dag að prófa nýjustu græjuna í eldhúsinu, Blendtec blandari, sem er bara algjör snilld. Ákvað að henda í einn mangó ís fyrir stelpurnar, en það tók mig svona uþb. 5-7 mínútur frá því að ég ákvað það og […]