Prinsessukaka

Prinsessukaka

barbie2Guðrún plataði mig til þess að búa til holla prinsessuköku með fullt af ávöxtum fyrir prinsessuafmæli hjá Vöku.

Ég var búin að skoða endalaust af fallegum kökum á Pinterest en allar fullar af sykri og hveiti. Ein góð vinkona gaf mér þessa frábæru hugmynd að gera hana einungis úr ávöxtum.

Hér koma myndir og smá lýsing á því sem ég gerði:

Ávextirnir sem ég notaði voru:

  • 1 stór vatnsmelóna
  • 1 ananas
  • 2 öskjur jarðaber
  • 3 appelsínur
  • 1 vínberjaklasi
  • 1 cantaloupe melóna

1 pakki af tannstönglum (mér fannst betra að klippa þá í tvennt)

Auðvitað er hægt að nota ávexti sem eru í uppáhaldi hjá afmælisbarninu!

avextir

Ég skar niður alla ávextina, ég passaði að hafa alla bitana af sömu sort svipað stóra.
Það var svolítið eftir af ávöxtum sem ekki komust fyrir á kökuna.
Hægt er að frysta afgang af ávöxtum og nota í búst eða annað góðgæti seinna. 

barbie3

Ég byrjaði á því að taka börkinn af vatnsmelónunni og skera smá ofan og neðan af vatnsmelónunni. 
Næst er neðri hluti barbídúkkunnar vafinn inn í plastfilmu.

barbie

Næst er skorið gat ofan í miðja vatnsmelónuna sem passar akkúrat fyrir dúkkuna. Stingið dúkkunni ofan í.

Svo var bara að skreyta…

barbie2

Engar tvær kökur verða eins ég byrjaði bara á stærstu ávöxtunum, skar út krúttleg hjörtu úr jarðaberjum og fyllti svo upp í ef mér fannst vanta ávexti einhversstaðar.

skrimsli

Í fyrra var ávaxtaskrímsli í boði í afmæli hjá litlu systur minni og það fannst öllum mjög spennandi.
Það er tilvalið að fá börnin á heimilinu til að aðstoða við að skreyta.

Verði ykkur að góðu!
-Freyja

The following two tabs change content below.

Guðrún Sturlaugsd.

www.facebook.com/heilshugar

Latest posts by Guðrún Sturlaugsd. (see all)

Y

Related Posts

Afmælisveisla – góð ráð að hollari afmælisveislu

Afmælisveisla – góð ráð að hollari afmælisveislu

Freyja Dís í afmæli hjá systur sinni Afmælisveisla – góð ráð að hollari afmælisveislu Það eru margir sem spyrja okkur hvernig við höldum uppá afmæli. Þegar við héldum afmæli fyrir 2-3 árum og fyrir það (2010 og fyrr) var svotil allt á boðstólnum mjög óhollt. […]

Virkilega góð döðluterta. Flott í veisluna

Virkilega góð döðluterta. Flott í veisluna

Þessa köku gerðum við í tilefni afmælis Vöku, við héldum litla afmælisveislu fyrir hana nokkrum dögum áður en hún átti afmæli en afi hennar var að fara til útlanda og því langaði okkur að hafa smá extra afmæliskaffi. Hún var svo svakalega ánægð með hana […]