Trönuberja Íste

  • 928a87d0e23845c4fbd6d2fa382b4ec0dddte2 msk laust te (ég notaði trönuberjate)
  • 1l sjóðandi vatn
  • hunang
  • Nóg af klökum

Ég bjó til þetta æðislega íste í gær og samkvæmt kærastanum mínum ætti þetta alltaf að vera til í ísskápnum.

Sjóðið vatnið (hvort sem það er í potti eða hraðsuðukatli). Setjið laust te í te-síu og ofan í könnu og hellið svo sjóðandi vatni yfir og leyfið að standa í 5 mínútur, passið að hafa telaufin ekki of lengi í vatninu annars verður teið beiskt.

Mér finnst best að hafa íste vel sæt svo ég bætti við 2 msk af hunangi en það er líka hægt að nota t.d. agave sýróp, steviu, sukrin.

Leyfið teinu að kólna vel (Ég bæti ekki klökum út í strax, ég skellti mínu út á svalir þar til það varð volgt).
Næst er bara að setja te í blenderinn með nóg af klökum, uþb. 7 klaka í hvert glas.

Verði ykkur að góðu!
-Freyja 

The following two tabs change content below.
Freyja Maria Cabrera

Freyja Maria Cabrera

Bloggari á Heilshugar
Freyja er 22 ára skvísa sem reynir að finna jafnvægi milli heilsusamlegs lífsstíls og ástríðu á kökum og sætindum. Hér deilir hún uppskriftum sínum með okkur.
Freyja Maria Cabrera

Nýjstu færslur: Freyja Maria Cabrera (see all)

Y

Related Posts

Grænn og súpervænn

Grænn og súpervænn

Gerði mér þennan góða drykk í morgunsárið. Alveg kjörið eftir langa fríhelgi þar sem mataræðið var upp og ofan og líðanin eftir því. Manni líður svo lang best eftir svona frískandi drykk, mæli með því að þið prófið að blanda ykkur drykki af og til […]

Suðrænn smoothie

Suðrænn smoothie

Þessi prótein smoothie var góður í morgunsárið 2 bitar frosið spínat 1 lúka frosið mangó nokkrir bitar frosin bananar slatti ískalt vatn 2 skeiðar próteinduft (má sleppa) Blandið öllu nema próteinduftinu vel saman – þar til orðið vel maukað. Blandið próteinduftinu útí og ef til […]