Trönuberja Íste

Trönuberja Íste
  • 928a87d0e23845c4fbd6d2fa382b4ec0dddte2 msk laust te (ég notaði trönuberjate)
  • 1l sjóðandi vatn
  • hunang
  • Nóg af klökum

Ég bjó til þetta æðislega íste í gær og samkvæmt kærastanum mínum ætti þetta alltaf að vera til í ísskápnum.

Sjóðið vatnið (hvort sem það er í potti eða hraðsuðukatli). Setjið laust te í te-síu og ofan í könnu og hellið svo sjóðandi vatni yfir og leyfið að standa í 5 mínútur, passið að hafa telaufin ekki of lengi í vatninu annars verður teið beiskt.

Mér finnst best að hafa íste vel sæt svo ég bætti við 2 msk af hunangi en það er líka hægt að nota t.d. agave sýróp, steviu, sukrin.

Leyfið teinu að kólna vel (Ég bæti ekki klökum út í strax, ég skellti mínu út á svalir þar til það varð volgt).
Næst er bara að setja te í blenderinn með nóg af klökum, uþb. 7 klaka í hvert glas.

Verði ykkur að góðu!
-Freyja 

The following two tabs change content below.

Guðrún Sturlaugsd.

www.facebook.com/heilshugar

Latest posts by Guðrún Sturlaugsd. (see all)

Y

Related Posts

Kasjúhnetusmoothie

Kasjúhnetusmoothie

Ég bjó til æðislegan og einfaldan smoothie um daginn með kasjúhnetusmjörinu frá H- Berg. 1 frosinn banani 2 msk kasjúhnetusmjör frá H- Berg 250-300 ml möndlumjólk (vel hægt að nota hvaða mjólk sem er) Allt sett í blender og voilá! Hugmyndina fékk ég á síðu […]

Blómkáls- og brokkolísúpa með brauði

Blómkáls- og brokkolísúpa með brauði

Blómkála- og brokkolísúpa 2 hvítlauksgeirar smá kókosolía 3 tsk karrí 1/2 tsk engifer 1 1/2 tsk kóriander 150 gr blómkál 150 gr brokkolí 400 ml kókosmjólk 600 ml vatn grænmetistenignur Saltverk salt eftir smekk Karrí og hvítlaukur steikt í potti með smá kókosolíu, brokkolí og blómkál […]