Heimalagað Granóla

Heimalagað Granóla

Heimalagað Granola í morgunmat hér, borðuðum þetta sem stangir, en einnig er hægt að prófa að bita þetta niður í litla bita og borða með mjólk útá. Ætla að prófa mig áfram með uppskriftina á næstunni með þetta, en hér kemur fyrsta tilraun. Stelpurnar hámuðu allavega í sig þennan morgunmat, svo það er gaman að prófa eitthvað nýtt fyrir þær svona af og til 🙂

Uppskriftin er eftirfarandi:581214_344788628929270_1066931943_n

  • 1 stappaður banani
  • 35 gr hunang

Banana og hunangi blandað saman í sér skál.

Þurrefni blandað saman í aðra skál:

  • 1 bolli haframjöl
  • 30 gr trönuber
  • 20 gr graskersfræ
  • 20 gr möndlur
  • 2 tsk kanill
  • 20 gr kókosflögur

Næst er öllu úr báðum skálum blandað saman. Sett í eldfast mót og bakað í ca hálftíma við 180°c – en best að fylgjast bara vel með. Á að verða nokkuð stökkt.

Heilshugar á Facebook

The following two tabs change content below.
Guðrún Sturlaugs.
Guðrún hefur mikla ástríðu fyrir hollum og góðum mat. Hún hefur haldið úti facebook síðunni Heilshugar síðan 2012 og um mitt ár fór hún að þróa vörur undir merkjum Heilshugar.
Guðrún Sturlaugs.

Latest posts by Guðrún Sturlaugs. (see all)

Y