Heimalagað hrökkbrauð

Heimalagað hrökkbrauð
Mamma er farin að prófa sig áfram í eldhúsinu og gerði hrökkbrauð áðan, þau eru vægast sagt hrikalega góð! En það er ekkert mál að breyta uppskriftinni og aðlaga hana að sér eða því sem þú átt í eldhúsinu. Hér kemur uppskriftin:

  • 1 dl hörfræ217598_348724941868972_236636404_n
  • 1 dl sólblómafræ
  • 1 dl birkifræ
  • 1/2 dl haframjöl
  • 2 dl hveiti (gróft, spelt)
  • 1 tsk Saltverk salt
  • 3/4 dl góð olía
  • 1 1/2 dl kalt vatn
  • smá graskerfræ

Öllum þurrefnum blandað saman, vökva blandað útí. Skipt í tvo hluta, flatt út á milli smjörpappírsarka í þunnar kökur. Skorið í hæfilega bita og síðan bakað í uþb. korter við 200°

Svo er hægt að leika sér endalaust með hrökkbrauðsuppskriftir, bæta við eða taka úr fræ og eins og mamma gerði hér, setja rifin ost ofan á hluta, chia fræ o.fl. ofan á annan hluta osfr.

Heilshugar á Facebook

The following two tabs change content below.
Guðrún Sturlaugs.
Guðrún hefur mikla ástríðu fyrir hollum og góðum mat. Hún hefur haldið úti facebook síðunni Heilshugar síðan 2012 og um mitt ár fór hún að þróa vörur undir merkjum Heilshugar.
Guðrún Sturlaugs.

Latest posts by Guðrún Sturlaugs. (see all)

Y