Lovísa -10 kg á 5 mánuðum.

Lovísa -10 kg á 5 mánuðum.

lovisa_Hvað heitir þú og hvað ertu gömul?
Ég heiti Lovísa Ósk Jónsdóttir og er þrítug í janúar 2013.

Hvað varð til þess að þú vildir breyta um lífstíl?
Ég var þrútin á höndunum, alltaf með bólur og skorti orku en það sem setti punktinn yfir I-Ið var þegar ég sá mynd af mér og áttaði mig almennilega á því að ég þyrfti virkilega að fara að gera eitthvað í mínum málum!

Hvaða árangri hefur þú náð og á hvaða tíma? 
Frá því í mars 2012 til ágúst 2012 léttist ég um tíu kíló, fór úr 76kg í 66kg og hef haldið því við.

Hvaða varð til þess að þú náðir þínum árangri, hvaða aðferðir eða leiðir notaðir þú?
Ég breytti um mataræði, tók út brauð og gos, borðaði oftar og minni skammta, leyfi mér samt alveg flest í kvöldmat en alltaf bara einu sinni á diskinn!  Svo sleppi ég auðvitað öllu narti á kvöldin nema það séu ávextir.

Fólust þínar breytingar aðalega með breyttu mataræði eða með aukinni hreyfingu?
Einungis mataræði.

lolla

Hefur þér gengið vel að viðhalda árangrinum og hvernig hefur þú gert það? 
Ég neita því nú ekki að það var aðeins erfitt yfir hátíðarnar en ég er komin á fullt skrið í hollustunni á ný og það gengur bara fínt, ég passa bara að eiga nóg af ávöxtum og Finn Crisp, græja svo kotasælu-salat reglulega eins og t.d. með túnfisk og rauðlauk sem er alveg ‘delicious’. Svo finnst mér fínt að fá mér Hámark á milli mála og á ALLTAF nóg af sykurlausu tyggjói, það hefur bjargað mér ef mig langar í eitthvað sætt.

Hvernig líður þér í dag?
Úff svo miklu betur og þegar ég sé gömlu myndirnar af mér í dag átta ég mig almennilega á því hversu slæmt þetta var orðið. Svo miklu einfaldara að gera allt í vinnunni og með stráknum mínum. Mig skorti sjálfstraust sem er allt að breytast til hins betra í dag.

Eitthvað fleira sem þú vilt bæta við? 
Þú vilt, þú skalt, þú getur! Það gerir það enginn annar fyrir þig.

The following two tabs change content below.
Guðrún Sturlaugs.
Guðrún hefur mikla ástríðu fyrir hollum og góðum mat. Hún hefur haldið úti facebook síðunni Heilshugar síðan 2012 og um mitt ár fór hún að þróa vörur undir merkjum Heilshugar.
Guðrún Sturlaugs.

Latest posts by Guðrún Sturlaugs. (see all)

Y