Þunnbotna Pizza

Þunnbotna Pizza

Pizza
Við gerum oftar en ekki pizzu á þessu heimili.. Við kynntumst nú einu sinni á pizzastað þannig að það á vel við…. Við vorum einu sinni húkked á pizzunum úr heilsubókinni frá Hagkaup, eða grænum kosti held ég hún heiti, þetta er okkar útfærsla af henni..

Deig:522520_299989743409159_68840769_n

 • 250 gr gróft hveiti
 • 1/2 tsk Saltverk salt
 • 1 tsk oregano
 • 2 tsk matarsódi
 • 125 gr. soya mjólk eða vatn
 • 2 tsk olía

Allt hnoðað

Sósa:

 • 1 dós tómatar (sykurlausir)
 • 1 tsk oregano
 • 1 msk tómatpúrra
 • 1/4 tsk salt
 • pipar eftir smekk
 • nokkur fersk basil lauf
 • hvítlauksgeiri

Allt sett í pott og soðið við vægan hita og síðan maukað með töfrasprota ef þarf..

Deginu skipt í tvennt og flatt útí tvo þunna botna.
Sósunni dreift á og síðan hvaða áleggi sem er dreift á, við elskum sætar kartöflur, döðlur, ananas, sveppi, ólífur, lauk, papríku, þistilhjörtu, tómata eða hvað sem ykkur dettur í hug.. En við mælum með því að þið setjið áleggið fyrst og síðan ostinn yfir, þá notar maður minna af osti.

Heilshugar á Facebook

The following two tabs change content below.
Guðrún Sturlaugs.
Guðrún hefur mikla ástríðu fyrir hollum og góðum mat. Hún hefur haldið úti facebook síðunni Heilshugar síðan 2012 og um mitt ár fór hún að þróa vörur undir merkjum Heilshugar.
Guðrún Sturlaugs.

Latest posts by Guðrún Sturlaugs. (see all)

Y

Related Posts

Papríku- og kartöflusúpa með kókoskeim

Papríku- og kartöflusúpa með kókoskeim

Erum að malla þessa gómsætu súpu, fengum uppskriftina úr Happ Happ Húrra og mælum eindregið með þessari súpu, geggjað góð :o) Papríku- og kartöflusúpa með kókoskeim 2 1/2 msk ólívuolía 1 laukur saxaður 1 sæt kartafla skorin í bita 1 rautt chili, saxað 1 msk […]

Blómkáls- og brokkolísúpa með brauði

Blómkáls- og brokkolísúpa með brauði

Blómkála- og brokkolísúpa 2 hvítlauksgeirar smá kókosolía 3 tsk karrí 1/2 tsk engifer 1 1/2 tsk kóriander 150 gr blómkál 150 gr brokkolí 400 ml kókosmjólk 600 ml vatn grænmetistenignur Saltverk salt eftir smekk Karrí og hvítlaukur steikt í potti með smá kókosolíu, brokkolí og blómkál […]