Papríku- og kartöflusúpa með kókoskeim

Papríku- og kartöflusúpa með kókoskeim

Erum að malla þessa gómsætu súpu, fengum uppskriftina úr Happ Happ Húrra og mælum eindregið með þessari súpu, geggjað góð :o)

Papríku- og kartöflusúpa með kókoskeim537622_312839945457472_1348696420_n

 • 2 1/2 msk ólívuolía
 • 1 laukur saxaður
 • 1 sæt kartafla skorin í bita
 • 1 rautt chili, saxað
 • 1 msk papríkukrydd
 • 1/2 tsk chili
 • 2 msk þurrkað kóríander
 • 1 msk tamari sósa
 • 2 dósir niðursoðnir tómatar, 800 ml (sykurlausir)
 • 1 dós kókosmjólk
 • 5 dl grænmetissoð eða vatn með grænmetiskrafti
 • 2 rauðar papríkur
 • 1 msk hrásykur (mér fannst alveg mega sleppa þessu)
 • Saltverk salt og svartur pipar
 • baunir að eigin vali (t.d. kjúklingabaunir eða nýrnabaunir). 
 • 1 kúrbítur skorinn í smáa teninga

1. Olía sett í pott og laukurinn, sæta kartaflan steikt og kryddin sett útí. Tamari sósu bætt við.
2. Hellið grænmetissoði og tómötum saman við ásamt hrásykri og rauðu chili. Látið suðuna koma upp og látið malla í 20 mín.
3. Maukið í blandara og hellið súpuna aftur í pottinn (eða notið töfrasprota til að mauka beint ofaní pottinum)
4. Maukið papríku og kókosmjólk og hellið saman við súpuna. Látið suðuna koma upp að nýju og smakkið til með salti og pipar.
5. Bætið baunum (kjúkling) og kúrbít útí

Uppskriftin var fengin í Happ Happ Húrra eftir Unni Guðrúnu Pálsdóttur og Ernu Sverrisdóttir.. Mæli endregið með þeirri bók miðað við fyrstu tilraunir og líka bara það sem ég hef skoðað í bókinni 🙂

Heilshugar á Facebook

The following two tabs change content below.
Guðrún Sturlaugs.
Guðrún hefur mikla ástríðu fyrir hollum og góðum mat. Hún hefur haldið úti facebook síðunni Heilshugar síðan 2012 og um mitt ár fór hún að þróa vörur undir merkjum Heilshugar.
Guðrún Sturlaugs.

Latest posts by Guðrún Sturlaugs. (see all)

Y

Related Posts

Þunnbotna Pizza

Þunnbotna Pizza

Pizza Við gerum oftar en ekki pizzu á þessu heimili.. Við kynntumst nú einu sinni á pizzastað þannig að það á vel við…. Við vorum einu sinni húkked á pizzunum úr heilsubókinni frá Hagkaup, eða grænum kosti held ég hún heiti, þetta er okkar útfærsla […]

Blómkáls- og brokkolísúpa með brauði

Blómkáls- og brokkolísúpa með brauði

Blómkála- og brokkolísúpa 2 hvítlauksgeirar smá kókosolía 3 tsk karrí 1/2 tsk engifer 1 1/2 tsk kóriander 150 gr blómkál 150 gr brokkolí 400 ml kókosmjólk 600 ml vatn grænmetistenignur Saltverk salt eftir smekk Karrí og hvítlaukur steikt í potti með smá kókosolíu, brokkolí og blómkál […]