Ítölsk heilsusúpa

Ítölsk heilsusúpa

Þá er komið að því – rosalega góð og heilsusamleg ítölsk súpa að hætti Tjörva. Mjög einföld og fljótleg:)

  • 387614_379540198787446_2113230924_n1 msk olía
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1/2-1 rauð papríka
  • 1/2 sæt kartafla (ca. 300 gr)
  • 4-5 sveppir
  • 2 msk grænmetiskraftur (við notuðum frá Sollu)
  • 1 líter vatn
  • 1-3 msk þurrkað oregano (við notuðum 3 msk, en fer eftir því hversu sterkt kryddið er, prófið ykkur áfram)
  • 50 gr heilhveiti pasta (má sleppa)
  • Saltverk salt og pipar eftir smekk…

Steikið hvítlauk og papríku uppúr olíu í potti.
Bætið við kartöflu og sveppum og steikið í stutta stund. Bætið við vatni ásamt kryddi. Látið sjóða smá stund og maukið síðan með töfrasprota Bætið pastanum við og sjóðið með (eða sjóðið pastað í öðrum potti til hliðar til að flýta fyrir). Saltið og piprið eftir smekk.

The following two tabs change content below.
Guðrún Sturlaugs.
Guðrún hefur mikla ástríðu fyrir hollum og góðum mat. Hún hefur haldið úti facebook síðunni Heilshugar síðan 2012 og um mitt ár fór hún að þróa vörur undir merkjum Heilshugar.
Guðrún Sturlaugs.

Latest posts by Guðrún Sturlaugs. (see all)

Y