About

fyrireftirHæ og velkomin á heimasíðuna okkar Heilshugar.com

Við erum Guðrún og Tjörvi og það var snemma árið 2012 sem við settum upp facebook síðuna Heilshugar. Tilgangurinn var að veita þar vinum og kunningjum aðgang að uppskriftum okkar og fróðleik um það hvernig við höfðum farið að því að léttast um samtals 60 kg á um einu og hálfu ári.

Verkefnið stækkaði og við ákváðum að opna þessa heimasíðu til að hafa betra skipulag yfir uppskriftirnar og geta miðlað enn meiri fróðleik til þeirra sem áhuga hefðu á ekki sýst til þeirra sem þurfa á hvatningu að halda til að koma sér í betra líkamlegt form.

Við erum ekki að selja neina ákveðna lausn. Við erum aðeins að veita fólki innblástur og bjóða uppá heimasíðu þar sem hægt er að finna allskonar blandað efni sem tengist eilífri baráttu margra að bættri heilsu. Ég  (Guðrún) var sífelt að leita að síðu þar sem ég gæti skoðað allskonar sögur af fólki og lesið mig til um betri heilsu svo að mér fannst kjörið að gera það bara sjálf fyrst ég gat boðið uppá það.

Njótið vel og endilega hafið samband við okkur ef þið hafið áhuga á að deila með okkur árangurssögum eða uppskriftum, netfangið er heilshugar.com (at) gmail.com.

Hægt er að lesa sögu Guðrúnar hér.